Enski landsliðsmaðurinn Ben Chilwell sást um helgina með sjónvarpsstjörnunni Frankie Sims.
Þessi 25 ára gamli vinstri bakvörður Chelsea hefur oft komið sér á forsíður enskra götublaða undanfarið vegna kvennafars.
Aðeins í síðasta mánuði sást Chilwell með annari sjónvarpsstjörnu, Holly Scarfone, í Los Angeles.
Myndir af þeim birtust aðeins nokkrum dögum eftir að fréttir höfðu borist af því að Chilwell og fyrirsætan Camila Kendra væru hætt saman.
Chilwell gekk í raðir Chelsea fyrir tveimur árum síðan. Þar áður hafði hann átt góðu gengi að fagna með Leicester.
Hann undirbýr sig nú fyrir nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni, sem hefst óvenju snemma í þetta sinn eða í byrjun ágúst.