Paul Pogba er mættur aftur til Juventus. Félagið hefur staðfest þetta. Skrifar Frakkinn undir til 2026.
Pogba kemur frítt til ítalska risans eftir að samningur hans við Manchester United hafði runnið út.
Man Utd hafði keypt Pogba á tæpar 90 milljónir punda árið 2016, einmitt frá Juventus. Hann átti fína spretti inn á milli á Old Trafford en náði þó aldrei þeim hæðum sem vonast var eftir.
Hann er nú mættur aftur til Tórínó, þar sem hann lék síðast frá 2012 til 2016.
Pogba mun þéna átta milljónir evra í árslaun hjá Juve, auk bónusa.
𝗜𝗧'𝗦 𝗢𝗙𝗙𝗜𝗖𝗜𝗔𝗟! @paulpogba is 🔙 in ⚪️⚫️🤩#POGBACK
— JuventusFC (@juventusfcen) July 11, 2022