Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, ásamt John Murthough, er staddur í Barcelona.
Frenkie de Jong, miðjumaður Börsunga hefur verið sterklega orðaður við Man Utd og er spurning hvort þeir félagar séu þar til að ganga frá skiptunum.
De Jong hefur verið orðaður við Man Utd í allt sumar en það gengur brösulega að koma honum þangað. Barcelona er tilbúið að selja hann vegna fjárhagsvandræða en sjálfur virðist leikmaðurinn ekki of áhugasamur um að ganga í raðir Man Utd.
Chelsea hefur einnig verið nefnt til sögunnar sem hugsanlegur áfangastaður de Jong.
📸 Richard Arnold and John Murtough pictured in Barcelona today. [@JijantesFC via @carpetasFCB] pic.twitter.com/PC2ZDhU6JC
— Utd District (@UtdDistrict) July 11, 2022