Arsenal ætti að leita til Ítalíu sem fyrst og reyna að semja við miðjumanninn öfluga Sergej Milinkovic-Savic.
Þetta segir sparkspekingurinn Paul Merson en hann er einnig fyrrum leikmaður Arsenal og ræðir félagið reglulega.
Um er að ræða 27 ára gamlan Serba sem hefur verið einn allra besti miðjumaður Serie A undanfarin ár.
Samkvæmt Merson er Milinkovic-Savic sá besti á Ítalíu í dag og ætti Arsenal klárlega að reyna að fá hann í sínar raðir.
,,Sergej Milinkovic-Savid er leikmaðurinn sem ég myndi elta. Hann er frábær leikmaður í toppklassa,“ sagði Merson.
,,Miðað við hvernig hann spilaði með Lazio á síðustu leiktíð þá tel ég hann vera besta miðjumann Ítalíu í dag.“
,,Ég veit að Manchester United hefur verið orðað við hann en ég veit ekki af hverju fleiri lið eru ekki áhugasöm.“