Andreas Pereira mun spila með liði Fulham á næstu leiktíð og gengur í raðir félagsins frá Manchester United.
Pereira hefur skrifað undir samning við nýliðana en blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano greinir fá.
Pereira gerir samning til ársins 2026 og er möguleiki á að framlengja þann samning um eitt ár.
Samkvæmt Romano þá fær Man Utd 10 milljónir punda fyrir Pereira og munu þrjár milljónir bætast við ofan á það.
Pereira er 26 ára gamall en hann á að baki 45 deildarleiki fyrir Man Utd en lék vel með Flamengo í Brasilíu á láni á síðustu leiktíð.
Hann á einnig að baki einn landsleik fyrir Brasilíu.