Nottingham Forest hefur staðfest komu varnarmannsins Neco Williams en hann kemur til liðsins frá Liverpool.
Um er að ræða 21 árs gamlan bakvörð sem kostar nýliða í ensku úrvalsdeildinni 16 milljónir punda.
Williams er landsliðsmaður Wales og hefur spilað 13 deildarleiki fyrir Liverpool á þremur árum.
Hann hefur allan sinn feril verið bundinn Liverpool en var lánaður til Fulham á síðustu leiktíð og lék þar 14 leiki og skoraði tvö mörk.
Williams mun eflaust styrkja lið Forest sem þarf á öllum liðsstyrk að halda ef liðið ætlar að halda sér í efstu deild.
Williams skrifaði undir fjögurra ára samning við Forest.