Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á næstu leiktíð. Erik ten Hag, stjóri liðsins, staðfestir þetta.
Ten Hag tók við í sumar og er að hrista upp í hlutunum. Hann mun þó ekki hrófla við hlutverki Maguire.
„Harry Maguire er fyrirliðinn. Hann hefur sannað sig sem fyrirliðinn og afrekað mikið,“ segir ten Hag.
Maguire hefur fengið mikla gagnrýni í treyju Man Utd, þá sérstaklega á síðustu leiktíð.
Enski landsliðsmiðvörðurinn var keyptur á Old Trafford frá Leicester árið 2019 fyrir 80 milljónir punda. Miklar væntingar voru því bundnar við hann.
Man Utd olli miklum vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mun því ekki leika í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð.
Enska úrvalsdeildin hefst strax í byrjun næsta mánaðar.