Knattspyrnumaðurinn Dele Alli nýtur nú lífsins en hann er í fríi frá fótboltanum í bili.
Alli er leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann gekk í raðir félagsins í janúar frá Tottenham.
Hann skipti um félag til að reyna að fríska upp á ferilinn sem hafði legið niður á við. Það tókst hins vegar ekki hjá Alli sem var ekki góður eftir áramót.
Nú er Alli í fríi með kærustu sinni, áhrifavaldinum Cindy Kimberly. Hann virðist njóta sín vel með henni utan vallar.
Hin 23 ára gamla Cindy birti á dögunum mynd af þeim á listasafni, en þau hafa birt nokkrar myndir af sér saman í sumar.