Xavi, stjóri Barcelona, hefur valið fimm leikmenn sem ferðast ekki með félaginu í æfingaferð til Bandaríkjanna.
Barcelona reynir nú að losna við leikmenn af launaskrá en þrír nokkuð þekktir leikmenn fá ekki að ferðast með.
Það eru varnarmennirnir Samuel Umtiti og Oscar Mingueza sem og markvörðurinn Neto sem var áður hjá Valencia.
Riqui Pug er heldur ekki ekki í plönum Xavi og fer ekki með sem og framherjinn Rey Manaj.
Umtiti er mögulega stærsta nafnið á þessum lista en honum hefur verið tjáð að finna sér nýtt félag og sem fyrst.
Mingueza á einnig að baki fjölmarga leiki fyrir Börsunga en mun ekki koma mikið við sögu á næstu leiktíð ef hann verður áfram.