Chelsea leitar nú að öðrum kostum framarlega á vellinum þar sem Raphinha, kantmaður Leeds, virðist vera á leið til Barcelona.
Lundúnafélagið hafði mikinn áhuga á Raphinha, sem virtist á leið til bláliða. Brasilíumanninum dreymir hins vegar um að spila fyrir Barcelona og er líklegt að hann fái ósk sína uppfyllta.
Raheem Sterling er á leið til Chelsea frá Manchester City. Félagið mun hins vegar ekki stoppa þar og vill annan leikmann fremst á völlinn.
Cristiano Ronaldo hefur til að mynda verið orðaður við Chelsea. Hann vill fara frá Manchester United og leika í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Erik ten Hag, stjóri Man Utd, sagði hins vegar í morgun að hann væri ekki til sölu.
Þá hefur Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, verið orðaður við Chelsea. Það er möguleiki á að hann fái að fara frá PSG í sumar.
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er hins vegar ekki sagt sannfærður um Ronaldo eða Neymar. Þetta segir á vef Evening Standard. Félagið gæti því leitað annað.