England 8 – 0 Noregur
1-0 Georgia Stanway(víti, 12′)
2-0 Lauren Hemp(’15)
3-0 Ellen White(’30)
4-0 Beth Mead(’34)
5-0 Beth Mead(’38)
6-0 Ellen White(’41)
7-0 Alessia Russo(’66)
8-0 Beth Mead(’81)
Noregur varð sér til skammar á EM kvenna í kvöld er liðið spilaði við gestgjafa mótsins frá Englandi.
England gjörsamlega valtaði yfir þær norsku í kvöld og var staðan eftir fyrri hálfleikinn 6-0.
Beth Mead átti stórleik fyrir Englending og skoraði þrennu en þetta var annar sigur liðsins í A-riðli.
England bætti við tveimur mörkum til viðbótar í seinni hálfleik og vann ótrúlegan 8-0 sigur.
Þetta er stærsti sigur á EM frá upphafi og þýðir einnig að Norður-Írland er úr leik í mótinu eftir tvö töp.