Austurríki 2 – 0 Norður-Írland
1-0 Katharina Schiechtl (’19 )
2-0 Katharina Naschenweng (’88 )
Austurríki er komið á blað í lokakeppni EM kvenna eftir leik við Norður-Írland í kvöld.
Austurríki hafði tapað fyrsta leik mótsins gegn Englandi 1-0 og þurfti því nauðsynlega á stigum að halda.
Það voru þær austurrísku sem unnu 2-0 sigur og eru komnar með þrjú stig í riðlinum rétt eins og England og Noregur.
Norður-Írland hefur tapað báðum leikjum sínum og er án stiga á botni riðilsins.