Það er ekki talið að Íslendingar hafi lent í slysinu sem varð við EM-torgið í Manchester í gær þegar að strætisvagn ók á biðskýli við Piccadilly Gardens með þeim afleiðingum að kona á sextugsaldri lét lífið. Fréttablaðið segir frá þessu.
Fjöldi Íslendinga voru við torgið en Ísland lék sinn fyrsta leik á EM í gær. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Belgíu í riðlakeppninni.
„Eins og sakir standa eru engar vísbendingar um að Íslendingar hafi lent í þessu umrædda slysi,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, við Fréttablaðið.
Auk konunnar slösuðust tveir aðrir, þar af einn alvarlega.