Erling Haaland, nýjasti leikmaður Manchester City, segir að það sé mikil áskorun sem fylgir því að semja við félagið.
Haaland hefur áður mætt Man City í Meistaradeildinni en hann lék við góðan orðstír hjá Dortmund í Þýskalandi.
Leikstíll Man City var hluti af því sem heillaði Haaland sem fékk lítið að snerta boltann er hann spilaði gegn ensku meisturunum í deild þeirra bestu.
,,Þetta er stór áskorun, nýtt land, ný deild, nýr stjóri og bara allt nýtt. Ég veit hins vegar hvernig á að aðlagast hjá nýju félagi,“ sagði framherjinn.
,,Ég hef gert það nokkrum sinnum áður. Ég hlakka til þess. Ég mætti þeim í Meistaradeildinni á síðasta ári, þú sérð suma hluti í sjónvarpinu en þegar þú spilar gegn þeim er það allt annað.“
,,Ég fékk ekki að snerta boltann í 25 mínútur og þetta var bara, Ilkay Gunodgan, endilega hættu þessu tiki-taka! Þetta er á öðru stigi og ég vil vera hluti af því.„