Það voru svo sannarlega óvænt úrslit á boðstólnum í Bestu deild karla í kvöld er þrír leikir fóru fram.
Valur steinlá á heimavelli gegn Keflavík þar sem liðið spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri.
Sebastian Hedlund fékk að líta rautt spjald í fyrri hálfleik og var vítaspyrna dæmd fyrir gestina sem Patrik Johannesen skoraði úr.
Adam Ægir Pálsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson bættu við mörkum fyrir Keflvíkinga í síðari hálfleik í frábærum 3-0 sigri.
Stjarnan tapaði einnig 3-0 á heimavelli gegn Leikni Reykjavík þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Leiknir var að vinna sinn annan sigur í sumar og Stjarnan um leið að tapa sínum öðrum leik.
Fram vann þá gríðarlega sterkan sigur gegn FH þar sem Tiago Fernandes gerði eina markið í seinni hálfleik.
Fram er með 13 stig í áttunda sætinu, nú fyrir ofan FH sem er með tíu stig, tveimur stigum frá fallsæti.
Valur 0 – 3 Keflavík
0-1 Patrik Johannesen (’30, víti)
0-2 Adam Ægir Pálsson (’75)
0-3 Rúnar Þór Sigurgeirsson (’86)
Stjarnan 0 – 3 Leiknir R.
0-1 Bjarki Aðalsteinsson (‘7)
0-2 Róbert Hauksson (’33)
0-3 Mikkel Dahl (’42)
Fram 1 – 0 FH
1-0 Tiago Fernandes (’50)