Barcelona er ekki tilbúið að borga verðmiða Chelsea fyrir varnarmanninn öfluga Cesar Azpilicueta.
Goal.com fullyrðir þessar fregnir en Azpilicueta hefur verið á óskalista Börsunga í allt sumar.
Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki viljað búa til nein vandræði og verður áfram leikmaður Chelsea ef félagið neitar að selja.
Azpilicueta er mjög fjölhæfur leikmaður og getur spilað allar stöður í vörninni. Hann er spænskur og er hluti af lnadsliðinu.
Chelsea vill fá átta milljónir evra fyrir Azpilicueta en það er of hátt verð fyrir Barcelona þar sem leikmaðurinn er 32 ára gamall og verður samningslaus á næsta ári.