Aston Villa hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð og samdi í kvöld við sænskan landsliðsmann.
Leikmaðurinn ber nafnið Ludwig Augustinsson og kemur til Villa frá Sevilla á Spáni.
Augustinsson er 28 ára gamall en hann skrifar undir lánssamning við Villa og leikur þar út næsta tímabil.
Um er að ræða vinstri bakvörð sem á að baki 46 landsleiki fyrir Svía og gekk í raðir Sevilla 2021.
Augustinsson var áður á mála hjá Werder Bremen sem og Gautaborg, Brommapojkarna og FC Kaupmannahöfn.