Það er pressa á undrabarninu Pedri fyrir næsta tímabil en hann leikur með stórliði Barcelona.
Barcelona bindur miklar vonir við þennan 19 ára gamla leikmann sem kom til félagsins frá Las Palmas árið 2019.
Pedri hefur nú fengið nýtt númer hjá Barcelona eða goðsagnarkenndu áttuna sem Andres Iniesta klæddist lengi vel.
Iniesta er einn allra besti leikmaður í sögu Barcelona og myndaði frábæra miðju með Xavi á sínum tíma.
Pedri klæddist treyju númer 16 á síðustu leiktíð en fær nú áttuna sem er vonandi ekki of stórt skref fyrir þennan unga leikmann.