Íslenska kvennalandsliðið hóf keppni í lokakeppni EM í dag en stelpurnar spiluðu við Belgíu fyrir framan tæplega 4000 þúsund áhorfendur. Hér neðst má sjá hluta af því sem þjóðin hafði að segja á Twitter um leikinn.
Því varð niðurstaðan í fyrsta leik nokkuð svekkjandi en niðurstaðan var jafntefli.
Ísland er með góðum liðum í riðli á mótinu en hinir tveir andstæðingarnir eru Frakkland og Ítalía.
Stelpurnar fengu kjörið tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik í kvöld er Berglind Björg Þorvaldsdóttir steig á punktinn eftir að vítaspyrna var dæmd. Vítaspyrnan var hins vegar heldur betur slök og tókst Nicky Evrard að verja nokkuð auðveldlega.
Berglind bætti upp fyrir þetta snemma í seinni hálfleik en hún skoraði þá með skalla eftir fyrirgjöf frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Næst voru það Belgar sem fengu víti er Gunnhildur yrsa Jónsdóttir gerðist brotleg innan teigs en atvikið gerðist á 66. mínútu. Justine Vanhaevermaet steig á punktinn og skoraði til að tryggja Belgum eitt stig og lokatölur, 1-1.
Finnst alltaf eins og Sveindís sé að fara að taka hlaup eins og alvöru brasilíski Ronaldo í prime. Ótrúlega hættuleg.
— Björn Teitsson (@bjornteits) July 10, 2022
Mitt faglega mat sem enginn er að biðja um??
Sara útaf og Karolínu inná miðju. Þá vinnum við þennan leik!!
— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 10, 2022
Hvar er VAR??
— Nikola Djuric (@NikolaDejan) July 10, 2022
Sif Atladóttir er að sýna hvað orðið “professional” þýðir. 💪💪 #EmRuv #fotbolti #fotboltinet
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) July 10, 2022
JÁÁÁ BERGLIND!!!!#emruv pic.twitter.com/DiBCogFWNp
— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) July 10, 2022
Sveindís Jane kemur sér ítrekað í góðar stöður. Þarf bara aðeins að stilla sig af og kannski fyrst og fremst að koma spennustiginu á réttan stað.
Bakvarðapar Belgíu eru lunch meat fyrir hana þegar hún kemst í gang.
— Daníel Magnússon (@danielmagg77) July 10, 2022
Þessi sprettur hjá Sveindísi, almáttugur 🤤🔥 #emruv
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) July 10, 2022
BERGLIND!!!!! Svona á að svara 👏👏👏👏👏
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) July 10, 2022
Boom!!! pic.twitter.com/bVcy7XBebp
— Gummi Ben (@GummiBen) July 10, 2022
1-0 strax!
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) July 10, 2022
Karólína er proper baller
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) July 10, 2022
Þetta var eitt slakasta víti sem ég hef séð! Koma svo áfram gakk samt🙏🏻💪🏻
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) July 10, 2022
Mikill VAR maður á stórmótum
— Kristinn Teitsson (@kristinnpall) July 10, 2022
Love the VAR
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) July 10, 2022
Fyrirmyndir út um allt 🤍 Við mæðgur klárar að fylgjast með öllum stelpunum okkar. Stóru frænkurnar tvær í úrslitum á Símamótinu og stærstu stjörnurnar á Englandi 🤩 pic.twitter.com/ewPzhuHlTV
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) July 10, 2022