Það er alveg ljóst að Raphinha er að reyna að komast burt frá Leeds og vill ekki spila á Elland Road næsta vetur.
Raphinha er orðaður við nokkur félög þessa dagana og hefur verið í viðræðum við Chelsea, Barcelona og Arsenal.
Marsch viðurkennir að hann viti ekki hvað muni gerast með framtíð leikmannsins og er ekki með hlutina á hreinu líkt og vængmaðurinn sjálfur.
Marsch segir að Raphinha sé að reyna að komast burt en hann ferðast ekki með félaginu til Ástralíu í æfingaferð,.
,,Hann er að reyna að flýta þessu í gegn og að finna lausn. Við þurfum að sjá til næstu daga og vinna út frá því.“
,,Þetta sumar hefur alls ekki verið auðvelt fyrir hann. Það hafa mörg lítil samtöl átt sér stað en í dag er hann okkar leikmaður. Hann mætti á æfingu í dag og æfði með öllum, viðhorf hans var svo gott.“