Það eru fjórar stjörnur sem fengu ekki að fara með Tottenham til Suður-Kóreu þar sem liðið er í æfingaferð.
Tottenham hélt til Suður-Kóreu í gær en liðið undirbýr sig nú fyrir keppni í ensku deildinni sem hefst í næsta mánuði.
Athygli vekur að Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso, Sergio Reguilon og Harry Winks fengu ekki að fara með.
Samkvæmt mörgum miðlum eru allir þessir leikmenn til sölu og eru ekki í plönum Antonio Conte.
Ndombele, Lo Celso og Reguilon kosta samanlagt yfir 100 milljónir punda á meðan Winks er fáanlegur fyrir töluvert minni upphæð.
Tottenham hefur styrkt sig mikið í sumar með komu Richarlison, Yves Bissouma og Ivan Perisic.