Það er létt yfir leikmönnum Manchester United þessa dagana en liðið er í Taílandi í æfingaferð.
Það var alls ekkert dökkt ský yfir leikmönnum liðsins á fyrstu æfingunni í gær sem fór fram aðeins nokkrum klukkutímum eftir lendingu.
Margir leikmenn munu fá nýja byrjun hjá félaginu á næstu leiktíð eftir komu Erik ten Hag sem ætlar sér stóra hluti með liðið.
Myndir af leikmönnum Man Utd birtust í gær þar sem má sjá mörg bros og var létt yfir mönnum á svæðinu.
Myndirnar má sjá hér.