Paul Pogba er mættur til Juventus en hann er að ganga aftur í raðir félagsins sem hann yfirgaf árið 2016.
Pogba spilaði með Manchester United í sex ár en náði í raun aldrei að sýna sitt allra besta og varð samningslaus í sumar.
Athyglisvert myndband birtist af Pogba í gær þar sem hann neitaði að árita treyju Man Utd eftir að hafa lent í Túrin.
Pogba tók ekki í mál að árita treyjuna en hann áritaði aðrar treyjur merktar auðvitað Juventus.
Þetta má sjá hér fyrir neðan.
Paul Pogba refusing to sign a Manchester United shirt on his arrival in Turin #manutd#mufc#transfers
— United Paper (@PaperUtd) July 9, 2022