Íslenska kvennalandsliðið hóf keppni í lokakeppni EM í dag en stelpurnar spiluðu við Belgíu fyrir framan tæplega 4000 þúsund áhorfendur.
Því miður byrjar Ísland mótið nokkuð svekkjandi en niðurstaðan var jafntefli í opnunarleknum.
Ísland er með góðum liðum í riðli á mótinu en hinir tveir andstæðingarnir eru Frakkland og Ítalía.
Stelpurnar fengu kjörið tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik í kvöld er Berglind Björg Þorvaldsdóttir steig á punktinn eftir að vítaspyrna var dæmd.
Vítaspyrnan var hins vegar heldur betur slök og tókst Nicky Evrard að verja nokkuð auðveldlega.
Berglind bætti upp fyrir þetta snemma í seinni hálfleik en hún skoraði þá með skalla eftir fyrirgjöf frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Markið má sjá hér en stuttu seinna jöfnuðu Belgarnir í leik sem lauk með 1-1 jafntefli.
BERGLIND BJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR KEMUR ÍSLANDI YFIR! 1-0🤩🇮🇸👏 pic.twitter.com/lX1F2U0seI
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022