Íslenska kvennalandsliðið mætir Belgíu í fyrsta leik sínum í lokakeppni Evrópumótsins nú klukkan 16.
Um fyrsta leik liðanna í riðlinum er að ræða. Með þeim í riðli eru Frakkar og Ítalir, sem mætast einmitt í kvöld.
Byrjunarliðið í leiknum er klárt og má sjá hér neðar.
Um er að ræða sama byrjunarlið og lék síðasta leik Íslands fyrir EM. Það var í sigri gegn Pólverjum í æfingaleik.
Byrjunarliðið gegn Belgíu!
This is how we start vs Belgium!#dóttir pic.twitter.com/9vXKkQQJHZ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 10, 2022