fbpx
Laugardagur 22.mars 2025
433Sport

Sandra: ,,Ég er ótrúlega glöð og stolt, loksins“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. júlí 2022 20:16

MANCHESTER, ENGLAND - JULY 10: Iceland players pose for a photo prior to the UEFA Women's Euro 2022 group D match between Belgium and Iceland at Manchester City Academy Stadium on July 10, 2022 in Manchester, England. (Photo by Jan Kruger - UEFA/UEFA via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra Sigurðardóttir, markmaður Íslands, lék með liðinu í kvöld sem spilaði við Belgíu í lokakeppni EM.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belga í opnunarleiknum sem er smá svekkjandi en liðið hafði möguleika á öllum þremur stigum.

Ísland er í erfiðum riðli með Belgum, Frökkum og Ítölum og hefði verið kjörið að fá þrjú stig í kvöld.

Sandra ræddi við fjölmiðla eftir leik og viðurkennir að það sé svekkjandi að fá ekki öll stigin þrjú.

Við erum svekktar. Við ætluðum að fá þrjú stig en virðum þetta stig,“ segir Sandra.

Hún var spurð út í vítið sem Belgar fengu. „Í fljótu bragði fannst mér hún sækja þetta svolítið,“ segir hún en getur ekki dæmt um hvort dómurinn hafi verið réttur eða ekki.

Sandra er nokkuð sátt með eigin frammistöðu.„Ég held ég komi ágætlega vel frá þessu. Ég hefði auðvitað viljað verja þetta víti.“

Markvörðurinn hefur farið á öll Evrópumót Íslands síðan 2009 en spilaði fyrst í dag. „Ég er ótrúlega glöð og stolt, loksins.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Baunaði á eigin leikmenn: ,,Versta frammistaða liðsins í tvö ár“

Baunaði á eigin leikmenn: ,,Versta frammistaða liðsins í tvö ár“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kane hissa á ráðningunni: ,,Ég var ekki að búast við þessu“

Kane hissa á ráðningunni: ,,Ég var ekki að búast við þessu“
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið og Real Madrid skoða öflugan varnarmann

Þrjú ensk stórlið og Real Madrid skoða öflugan varnarmann
433Sport
Í gær

Liverpool með rosalega summu til að kaupa nýjan framherja í sumar

Liverpool með rosalega summu til að kaupa nýjan framherja í sumar
Hide picture