Lilleström tapaði óvænt í norsku úrvalsdeildinni í dag er liðið fékk Viking í heimsókn.
Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði leikinn á varamannabekk Lilleström sem missti toppsætið með 1-0 tapi í dag. Hólmbert kom við sögu í seinni hálfleik þegar stutt var eftir.
Patrik Gunnarsson varði mark Viking í sigrinum og kom Samúel Kári Friðjónsson inná sem varamaður.
Brynjólfur Andersen Willumsson var í byrjunarliði Kristiansund sem mætti Valerenga á sama tíma.
Kristiansund tapaði leiknum 3-0 þar sem Brynjar ingi Bjarnason sat allan tímann á bekknum hjá sigurliðinu.
Í Svíþjóð kom Sveinn Aron Guðjohnsen inná sem varamaður er Elfsborg gerði 2-2 jafntefli við AIK. Sveinn Aron fékk rúman hálftíma í jafnteflinu.
Valger Lunddal Friðriksson kom einnig inná sem varamaðuir hjá Hacken sem vann lið Mjallby 2-1.
Davíð Kristján Ólafsson skoraði eina mark Kalmar í 1-1 jafntefli gegn Sirius. Aron Bjarnason lék allan leikinn fyrir Sirius.
Aron lagði upp mark Sirius í fyrri hálfleik en Davíð jafnaði svo metin um 20 mínútum síðar.