Markmaðurinn Samir Handanovic verður áfram hjá Inter Milan á næstu leiktíð en samningur hans hefur verið framlengdur.
Þetta staðfesti ítalska félagið á heimasíðu sinni í gær en Handanovic er goðsögn hjá Milan og hefur leikið þar frá árinu 2012.
Síðan þá hefur Handanovic spilað 438 leiki fyrir félagið og hefur alltaf verið aðalmarkvörður liðsins.
Handanovic er 37 ára ganmall en hann hefur lítið þurft að sætta sig við bekkjarsetu á ferlinum og var síðast varamarkmaður árið 2004.
Hann er einnig landsliðsmaður Slóveníu og á að baki 81 landsleik.