Fólkið í Munchen í Þýskalandi spilaði hlutverk í að koma stórstjörnunni Sadio Mane til Bayern Munchen.
Mane segir sjálfur frá þessu en hann hefur margoft komið til borgarinnar eftir að hafa leikið með Salzburg í Austurríki.
Mane gekk í raðir Bayern í sumar frá Liverpool og kostar allt að 40 milljónir evra.
Senegalinn var lengi einn allra besti leikmaður ensku deildarinnar en hann gekk í raðir Southampton upphaflega frá Salzburg og for síðar til Liverpool.
,,Þegar ég bjó í Salzburg þá var ég alltaf í Munchen. Fólkið hérna sýnir þér virðingu og er vinalegt,“ sagði Mane.
,,Ég var mjög hrifinn af því og það var mjög mikilvægt. Fólkið hefur alltaf tekið vel á móti mér sem gaf mér auka hvatningu til að koma.“