Romelu Lukaku er mættur aftur til Inter Milan eftir að hafa skrifað undir lánssamning í sumar.
Lukaku er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea en hann gekk í raðir enska liðsins í fyrra frá einmitt Inter.
Eftir erfitt fyrsta tímabil og töluvert mótlæti ákvað Lukaku að það væri best fyrir sig að fara aftur til Ítalíu.
Hann kostaði Chelsea um 100 milljónir punda og voru því margir reiðir yfir þessari framkomu.
Það er ljóst að Lukaku hefur fundið gleðina á ný en hann var skælbrosandi á æfingu hjá Inter í endurkomunni í gær.
Stuðningsmenn Chelsea eru alls ekki ánægðir með þessar myndbirtingar og hafa látið Belgann heyra það á samfélagsmiðlum.