Frakkland 5 – 1 Ítalía
1-0 Grace Geyoro(‘9)
2-0 Marie-Antoinette Katoto(’12)
3-0 Delphine Cascarino(’38)
4-0 Grace Geyoro(’40)
5-0 Grace Geyoro(’45)
5-1 Martina Piemonte(’76)
Frakkland burstaði lið Ítalíu í lokakeppni EM í kvöld en liðin spila í D-riðli með Íslandi og Belgíu.
Ísland spilaði við Belgíu fyrr í kvöld en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
Frakkland skoraði heil fimm mörk í fyrri hálfleik í dag og var búið að klára leikinn áður en flautað var til leikhlés.
Grace Geyoro skráði sig í sögubækurnar í kvöld er hún varð fyrsti leikmaður EM kvenna frá upphafi til að skora þrennu í fyrri hálfleik.
Ítalir náðu að klóra aðeins í bakkann þegar 13 mínútur voru eftir en það var langt frá því að duga til.
Ítalía er næsti andstæðingur Íslands á fimmtudag.