Belgía 1 – 1 Ísland
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (’50)
1-1 Justine Vanhaevermaet (’67, víti)
Íslenska kvennalandsliðið hóf keppni í lokakeppni EM í dag en stelpurnar spiluðu við Belgíu fyrir framan tæplega 4000 þúsund áhorfendur.
Því miður byrjar Ísland mótið nokkuð svekkjandi en niðurstaðan var jafntefli í opnunarleknum.
Ísland er með góðum liðum í riðli á mótinu en hinir tveir andstæðingarnir eru Frakklarnd og Ítalía.
Stelpurnar fengu kjötið tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik í kvöld er Berglind Björg Þorvaldsdóttir steig á punktinn eftir að vítaspyrna var dæmd.
Vítaspyrnan var hins vegar heldur betur slök og tókst Nicky Evrard að verja nokkuð auðveldlega.
Berglind bætti upp fyrir þetta snemma í seinni hálfleik en hún skoraði þá með skalla eftir fyrirgjöf frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Næst voru það Belgar sem fengu víti er Gunnhildur yrsa Jónsdóttir gerðist brotleg innan teigs en atvikið gerðist á 66. mínútu.
Justine Vanhaevermaet steig á punktinn og skoraði til að tryggja Belgum eitt stig og lokatölur, 1-1.