Það er ekkert pláss fyrir Cristiano Ronaldo í draumaliði hins umdeilda Mario Balotelli sem spilar í Tyrklandi í dag.
Balotelli var mikil stjarna á sínum tíma og lék fyrir lið eins og Liverpool, Inter Milan, AC Milan og Manchester City.
Balotelli var í gær beðinn um að velja sitt besta lið frá upphafi og er enginn Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu.
Brasilíski Ronaldo kemst hins vegar í framlínuna og spilar þar ásamt Lionel Messi með Antonio Cassano fyrir aftan.
Steven Gerrard og Yaya Toure mynda miðjuna og þá eru þeir Maxwell, Alessandro Nesta, Fabio Cannavaro og Maicon í vörninni.
Aftast í markinu stendur svo brasilíski markmaðurinn Julio Cesar.