Mohamed Elneny, leikmaður Arsenal, er bjartsýnn fyrir komandi tímabil eftir góðan félagaskiptaglugga Arsenal.
Arsenal hefur keypt Fabio Vieira á miðjuna og einnig Gabriel Jesus í sóknina og kemur hann frá Manchester City.
Það gæti verið nóg til að Arsenal berjist um deildarmeistaratitilinn að sögn Elneny, eitthvað sem margir myndu þvertaka fyrir.
Elneny er þó ákveðinn í að það sé markmið liðsins og gætu enn fleiri leikmenn komið inn fyrir gluggalok.
,,Ég tel að við höfum reynt af öllu afli að komast í topp fjóra á síðustu leiktíð en vorum óheppnir að ná því ekki,“ sagði Elneny.
,,Á þessu tímabili reynum við adftur og við ætlum að reyna að vinna deildina, við ætlum að gera allt til að koma Arsenal á þann stað sem það á heima.“