Það eru einhverjir knattspyrnuáhugamenn sem kannast við nafnið Karamoko Dembele sem varð um tíma frægur hjá Celtic í Skotlandi.
Dembele vakti fyrst athygli aðeins 13 ára gamall er hann tók þátt í leik með varaliði liðsins þrátt fyrir ótrúlega ungan aldur.
Það hefur ekki alveg ræst úr ferli Dembele sem er 19 ára gamall í dag og er farinn frá skoska félaginu.
Dembele spilaði aðeins átta deildarleiki fyrir Celtic frá 2019 til 2022 en hann samdi fyrst við félagið árið 2013.
Vængmaðurinn hefur nú krotað undir samning við lið Brest í Frakklandi en liðið leikur í efstu deild.
Dembele gerir fjögurra ára samning við Brest og vonast til að koma ferlinum aftur af stað í Frakklandi.