Það er möguleiki á að Chelsea og Barcelona skipti á tveimur leikmönnum í sumar samkvæmt Daily Mail.
Barcelona hefur lengi reynt að fá Cesar Azpilicueta, fyrirliða Chelsea, en enska félagið vill ekki losna við hann í sumar.
Bakvörðurinn Marcos Alonso er einnig á óskalista Börsunga en það er leikmaður sem Chelsea er tilbúið að selja.
Samkvæmt Mail er Barcelona tilbúið að skipta á leikmönnum við Chelsea og myndu þeir Memphis Depay og Sergino Dest halda til Englands.
Dest spilar í vörninni en Depay er sóknarmaður og lék áður með Manchester United þar sem lítið gekk upp.
Depay mun líklega þurfa að sætta sig við bekkjarsetu næsta vetur eftir komu Pierre-Emerick Aubameyang í janúar.