Frenkie de Jong hefur ekki áhuga á að ganga í raðir Manchester Unitéd í sumar að sögn Ronald Koeman.
Koeman þekkir De Jong mjög vel en þeir unnu bæði saman hjá hollenska landsliðinu og síðar Barcelona.
Man Utd hefur reynt að fá De Jong í sínar raðir undanfarnar vikur en hefur ekki náð samkomulagi við Barcelona.
De Jong er ákveðinn í því að spila áfram á Spáni næsta vetur en Koeman greinir sjálfur frá því.
,,Ég þekki stöðu Frenkie og hann sagði það sjálfur um daginn, hann vill vera áfram,“ sagði Koeman.
,,Það er hans vilji að spila áfram með Barcelona og ekkert annað. Það er það eina sem ég veit.“