Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, skilur vel að Cristiano Ronaldo sé ekki sáttur í herbúðum félagsins.
Ronaldo hefur ekki mætt á æfingar hjá Man Utd undanfarna þrjá daga en hann heimtar að komast burt frá félaginu.
Man Utd mun ekki spila í Meistaradeildinni næsta vetur og er það stór ástæða fyrir því að Ronaldo vill komast annað.
Ferdinand skilur ekki að það sé frétt að Ronaldo sé óánægður en hann er vanur að keppa um stærstu titlana.
,,Auðvitað er hann ekki ánægður! Þú ert að tala um Cristiano Ronaldo hérna,“ sagði Ferdinand.
,,Ég skil ekki hvernig það er stórfrétt að Cristiano Ronaldo sé ekki ánægður með stöðuna hjá Manchester United – hann getur ekki verið það og ég væri það ekki heldur.“
,,Hann er vanur því að vera að vinna fótboltaleiki og titla en er allt í einu ekki að því, liðið komst ekki einu sinni í Meistaradeildina. Þú getur ekki búist við að hann sé ánægður.“