Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, tekur sumarfríinu alvarlega og er í rosalegu standi fyrir komandi leiktíð á Englandi.
Enska deildin hefst í næsta mánuði en Salah er nýbúinn að gera nýjan samning við Liverpool til þriggja ára.
Salah er launahæsti leikmaður enska liðsins en hann mun nú þéna 400 þúsund pund á viku sem er gríðarlega há upphæð.
Salah birti mynd af sér í gær þar sem hann er í sumarfríi og er óhætt að segja að hann sé í trufluðu standi.
Það styttist í að Liverpool hefji undirbúningstímabil sitt og ljóst að þeir eru að fá inn mann sem er reiðubúinn í þau verkefni.
Myndina sem Salah birti má sjá hér.