Markmaðurinn geðþekki Pepe Reina er mættur aftur til Villarreal og hefur skrifað undir eins árs samning við félagið.
Reina er knattspyrnuaðdáendum kunnur en hann var lengi á mála hjá Liverpool og spilaði þar frá 2005 til 2014.
Undanfarin ár hefur Reina spilað víðs vegar og má nefna Napoli, Bayern Munchen, AC Milan og Aston Villa.
Reina er orðinn 39 ára gamall en hann lék með Villarreal frá 2002 til 2005 áður en hann hélt til Englands.
Reina er nú kominn aftur til Villarreal og verður varamarkvörður liðsins á næstu leiktíð.