Tottenham hefur staðfest komu varnarmannsins Clement Lenglet en hann kemur til félagsins frá Barcelona.
Þessi félagaskipti hafa legið í loftinu undafnarna daga og voru staðfest af enska félaginu í gær.
Frakkinn skrifar undir eins árs langan lánssamning við Tottenham og verður með liðinu út næsta tímabil.
Lenglet er 27 ára gamall hafsent en hann gekk í raðir Barcelona frá Sevilla árið 2018.
Hann á að baki 15 landsleiki fyrir Frakka og yfir 100 deildarleiki fyrir Börsunga.