Kristall Máni Ingason mun vera með Víkingi Reykjavík út júlí, áður en hann heldur erlendis.
Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Stöð 2 Sport fyrir leik liðsins gegn ÍA sem nú stendur yfir.
Það var sagt frá því í gær að Kristall Máni væri á leið til Rosenborg í Noregi. Það verður þó ekki fyrr en eftir mánuðinn miðað við þessi ummæli Arnars.
Hinn tvítugi Kristall er gríðarlegt efni og hefur verið besti leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í sumar.
Kristall gekk í raðir Víkings frá FC Kaupmannahöfn árið 2020.