Það er búið að staðfesta skipti Harðar Björgvins Magnússonar til Grikklands en hann semur við Panathinaikos.
Hörður skrifar undir samning til ársins 2024 en hann yfirgaf lið CSKA Moskvu á dögunum eftir fjögur ár þar.
Panathinaikos er risaklúbbur í Grikklandi en liðið varð bikarmeistari á síðasta tímabili.
Einn Íslendingur lék með Panathinaikos á sínum t´ma en Helgi Sigurðsson gerði það frá 1999 til ársins 2001.
Hörður er 29 ára gamall og verður gaman að sjá hvernig hann stendur sig hjá einu af tveimur stærstu liðum Grikklands.