Brasilíski dómarinn Igor Benevenuto varð í gær sá fyrsti á vegum FIFA til að opinbera samkynhneigð sína.
Benevenuto er 41 árs gamall og hefur lengi verið einn allra besti dómarinn í Brasilíu og hefur starfað á vegum FIFA frá 2021.
Benevenuto staðfesti kynhneigð sína í hlarðvarðsþætti Globoesporte og segist þar hafa þurft að fela sig í yfir 20 ár.
Dómarinn hefur sinnt sínu starfi vel undnafarin 23 ár en segist aldrei hafa getið verið hann sjálfur vegna þess hvernig knattspyrnan er.
Það er ekki algent að knattspyrnumenn komi út úr skápnum og vonar Benevenuto að sú staða muni breytast á næstu árum.
Benevenuto mun starfa á HM í Katar næsta vetur.