Portúgal 2 – 2 Sviss
0-1 Coumba Sow(‘2)
0-2 Rahel Kiwic(‘5)
1-2 Diana Gomes(’58)
2-2 Jessica da Silva(’65)
Útlitið var mjög bjart fyrir kvennalandslið Sviss í kvöld sem spilaði við Portúgal í sínum fyrsta leik á EM kvenna.
Eftir fimm mínútur í leiknum var staðan orðin 2-0 fyrir Sviss og leiddi liðið þannig í hálfleik.
Portúgal kom hins vegar sterkt til leiks í seinni hálfleik og tókst að jafna með mörkum frá Diana Gomes og Jessica da Silva.
Jafntefli niðurstaðan í fyrsta leik C-riðils en annar leikur fer svo fram klukkan 19:00 þegar Svíþjóð og Holland eigast við.