Holland 1 – 1 Svíþjóð
0-1 Jonna Andersson(’35)
1-1 Jill Roord(’52)
Það var enginn sigurleikur í boði á EM kvenna í dag en báðum viðureignum dagsins lauk með jafntefli.
Fyrri leikurinn var á milli Portúgals og Sviss og þar urðu lokatölur 2-2 jafntefli.
Síðar í kvöld spilaði Holland við Svíþjóð þar sem leikurinn var gríðarlega jafn.
Honum lauk með 1-1 jafntefli en Svíar tóku forystuna í fyrri hálfleik og jafnaði Jill Roord síðar metin fyrir þær hollensku.
Öll lið C-riðils eru því með eitt stig eftir fyrstu umferðina.