Cecilía Rán Rúnarsdóttir er fingurbrotin og verður ekki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu. Knattspyrnusamband Íslands staðfestir þetta.
Auður Scheving Sveinbjörnsdóttir hefur verið kölluð inn í hópinn í hennar stað. Hún kemur til móts við liðið í dag. Ísland hefur leik á morgun og mætir þá Belgum í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni.
Ceclilía er leikmaður Bayern Munchen. Hún gekk endanlega til liðs við félagið á dögunum eftir að hafa verið á láni hjá félaginu frá Everton.
Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16 á morgun. Sandra Sigurðardóttir verður að öllum líkindum í marki Íslands í leiknum.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er fingurbrotin og verður ekki í leikmannahópi A kvenna á EM. Auður Scheving Sveinbjörnsdóttir kemur í hópinn í hennar stað og kemur til móts við íslenska liðið í dag, laugardag. pic.twitter.com/QhD08AAj3Y
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 9, 2022