Alfons Sampsted var á sínum stað í bakverðinum hjá Bodo/Glimt í dag sem spilaði við Stromsgodset í Notegi.
Bodo/Glimt hefur verið í smá lægð á tímabilinu en með 4-1 sigri í dag lyfti liðið sér upp í þriðja sætið.
Lilleström er enn á toppnum með þriggja stiga forskot og er þá átta stigum á undan Alfons og félögum.
Einnig í efstu deild Noregs lék Stromsgodset við Odd þar sem Ari Leifsson lék allan leikinn í vörn þess fyrrnefnda.
Milos Milojevic og lærisveinar í Malmö mættu Varberg á heimavelli í Svíþjóð en næsti leikur liðsins er gegn Víkingum í Meistaradeildinni.
Malmö vann skyldusigur á heimavelli í kvöld 3-0 og lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar.
Ari Freyr Skúlason var þá á sínum stað hjá Norrkoping sem gerði 1-1 jafntefli við Degerfors