Það fór fram gjörsamlega magnaður fótboltaleikur fram í kvöld er KAB og ÍBV áttust við á Greifavellinum.
Það var væntanlega enginn áhorfandi sem sá eftir því að hafa mætt í kvöld þar sem sjö mörk voru skoruð í viðureigninni.
Fimm af þessumm mörkum voru skoruð í fyrri hálfleik og gerði Spánverjinn Sito til að mynda tvennu fyrir ÍBV.
ÍBV var 3-2 yfir í hálfleik en Daníel Hafsteinsson og Elfar Árni Aðalsteinsson gerðu mörk fyrir heimaliðið í seinni hálfleik til að tryggja sigur.
Í hinum leiknum sem var að ljúka vann Víkingur lið ÍA á heimavelli og fer með sigur á bakinu inn í seinni leikinn gegn Malmö í Meistaradeildinni.
Víkingar voru tæpir á heimavelli en Ingi Þór Sigurðsson gerði tvö mörk fyrir ÍA í leik sem lauk með 3-2 sigri meistaranna.
KA 4 – 3 ÍBV
0-1 Sito (‘6)
1-1 Ívar Örn Árnason (’13)
2-1 Nökkvi Þeyr Þórisson (’18)
2-2 Sito (’22, víti)
2-3 Halldór Jón Sigurður Þórðarson (’45)
3-3 Daníel Hafsteinsson (’56)
4-3 Elfar Árni Aðalsteinsson (’76)
Víkingur R. 3 – 1 ÍA
1-0 Logi Tómasson (’13)
2-0 Viktor Örlygur Andrason (’20)
2-1 Ingi Þór Sigurðsson (’67)
3-1 Erlingur Agnarsson (’71)