Það var svo sannarlega nóg af mörkum í boði í 3. deild karla í dag en fimm leikir fóru fram.
KFG og Elliði áttust við klukkan 14:00 en þar voru heil níu mörk skoruð og gerði KFG sjö af þeim.
KFG lyfti sér í toppsætið með þessum sigri en Elliði situr í fimmta sætinu eftir afar slæmt tap.
Annar markaleikur var á milli Vængja Júpíters og KFS en þar vann KFS 6-3 sigur, önnur níu mörk skoruð.
Ásgeir Elíasson átti stórleik með liði KFS en hann skoraði fernu í leiknum þar sem liðið hafði lent undir 2-0 í fyrri hálfleik.
Víðir mistókst að vinna Kára á heimavelli í leik sem lauk 2-2 og missti því KFG fram úr sér í toppsætið.
Kormákur/Hvöt lagði þá botnlið KH 3-1 og vann Sindri lið ÍH með sömu markatölu.
KFG 7 – 2 Elliði
1-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson
2-0 Hlynur Már Friðriksson
3-0 Hlynur Már Friðriksson
4-0 Kári Pétursson
4-1 Viktor Máni Róbertsson
5-1 Tómas Orri Almarsson
6-1 Kári Pétursson
7-1 Gunnar Helgi Hálfdánarson
7-2 Pétur Óskarsson
KH 1 – 3 Kormákur/Hvöt
1-0 Sigfús Kjalar Árnason
1-1 Goran Potkazarac
1-2 Ingibergur Kort Sigurðsson
1-3 Ingibergur Kort Sigurðsson
Víðir 2 – 2 Kári
1-0 Jóhann Þór Arnarsson
2-0 Jóhann Þór Arnarsson(víti)
2-1 Axel Freyr Ívarsson
2-2 Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson
ÍH 1 – 3 Sindri
0-1 Þorlákur Helgi Pálmason
0-2 Hermann Þór Ragnarsson
0-3 Þorlákur Helgi Pálmason
1-3 Róbert Thor Valdimarsson
Vængir Júpíters 3 – 6 KFS
1-0 Bjarki Fannar Arnþórsson
2-0 Gunnar Orri Guðmundsson
2-1 Ásgeir Elíasson
2-2 Daníel Már Sigmarsson
2-3 Viggó Valgerisson
2-4 Ásgeir Elíasson
2-5 Ásgeir Elíasson
3-5 Óskar Dagur Jónasson
3-6 Ásgeir Elíasson